Skip to content

Viðskiptaskilmálar

Viðskiptaskilmálar

Skilmálar Neytendalaga eiga við um viðskipti hjá Hjallastefnunni

Greiðslur

Tekið er á móti VISA og Mastercard. Greiðslur fara fram á vörðu svæði þar sem
kortanúmerin eru dulkóðuð. Um leið og viðskiptavinur verslar með kreditkorti fer hann inn í
læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð.

Greiðsludreifing Síminn Pay

  • Greiðsludreifing er í gengum greiðsluforritið Síminn Pay sem er aðgengilegt öllum.
  • Til þess að geta greitt með Síminn Pay er lykilatriði að slá inn rétt símanúmer í
    viðeigandi reit svo að greiðslubeiðnin sendist á rétt símanúmer.
  • Til þess að dreifa greiðslu þarf að staðfesta heildar greiðsluna fyrst áður en
    möguleikinn um greiðsludreifingu birtist. Staðfesta þarf síðan dreifinguna eftir að
    hún hefur verið yfirfarin.


Öryggisstaðall og friðhelgisstefna

Netverslun Hjallastefnunnar er með PCI öryggisstaðall alþjóðlegu kortafyrirtækjanna Visa
International og MasterCard International eða PCI DSS og stendur fyrir Payment Card
Industry Data Security Standard. PCI öryggisstaðallinn er margþættur og setur mjög
strangar öryggiskröfur sem ná yfir alla þætti og allar hliðar á gagnaöryggi í kerfisrekstri og
rekstri fyrirtækja sem meðhöndla kortanúmer. Viðskiptavinur má því vera 100% viss um að
upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.

Greiðsluskilmálar


Leikskóli

Greiðandi greiðir leikskólagjald og tengd gjöld frá þeim tíma sem nemandinn er skráður í
leikskólann. Gjöld skulu greidd þó að nemandi nýti ekki skráðan leikskólatíma sinn vegna
orlofa, veikinda eða annarra aðstæðna. Leikskólagjald og tengd gjöld lækka ekki þótt lokað
sé vegna námskeiða og fræðslustarfs kennara. Alls eru greidd gjöld skv. samningi þessum í
11 mánuði á ári, en ekki fyrir þann mánuð sem leikskólinn kann að vera lokaður vegna
sumarleyfa starfsfólks eða, sé ekki lokað vegna sumarleyfa, fyrir júlímánuð. Nemandi skal á
hverju ári eiga samfellt fjögurra vikna frí úr leikskóla á tíma sem um semst við leikskólann.
Aukagjald er innheimt skv. gjaldskrá þegar nemandi er sóttur of seint eða kemur of
snemma. Minniháttar breytingar á vistunartíma nemanda er unnt að gera með
samkomulagi við kennara eða leikskólastjóra.
Uppsagnarfrestur undirritaðs forráðamanns á leikskólarými nemanda er einn mánuður og
miðast við næstu mánaðamót eftiruppsögn. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
Uppsagnarfrestur greiðanda á greiðsluskyldu sinni er hinn sami.
Undirritaðurforráðamaður nemanda skuldbindur sig til að greiða gjöld skv.
samningi þessum, sé ekki annar greiðandi tiltekinn eða greiðandi hefur sagt greiðsluskyldu
sinni upp.

Grunnskóli
Greiðandi greiðir skólagjald og tengd gjöld frá þeim tíma sem nemandinn er skráður í
grunnskólann. Gjöld skulu greidd þó að nemandi mæti ekki samkvæmt stundaskrá vegna
orlofa, veikinda eða annarra aðstæðna. Skólagjald og tengd gjöld lækka ekki þótt lokað sé
vegna námskeiða og fræðslustarfs kennara. Gjöld skulu greidd fyrir starfstíma nemanda í
grunnskóla sem er, skv. 1. mgr. 28. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008, að lágmarki níu mánuðir
á hverju skólaári og skóladagar nemenda ekki færri en 180, en getur verið lengri skv.
ákvörðun skólans.
Uppsagnarfrestur undirritaðs forráðamanns á skólavist nemanda er einn mánuður og
miðast við næstu mánaðamót eftir uppsögn. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur.
Uppsagnarfrestur greiðanda á greiðsluskyldu sinni er hinn sami. Undirritaður forráðamaður
nemanda skuldbindur sig til að greiða gjöld skv. samningi þessum, sé ekki annar greiðandi
tiltekinn eða greiðandi hefur sagt greiðsluskyldu sinni upp.

Lögaðili


Hjallastefnan ehf

Hæðasmári 6
201 Kópavogur
Sími 555-7020
Kennitala 540599-2039

Ef einhverra frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við
hjallastefnan@hjalli.is. Öllum fyrirspurnum er svarað innan fimm virkra daga.