STARFSEMI
Kærleiksmiðuð jafnréttisstefna
Hjallastefnan er framsækið félag á sviði uppeldis- og menntunar sem starfrækir sjálfstæða leik- og grunnskóla undir merkjum jafnréttis, lýðræðis og sköpunar. Árið 1999 var Hjallastefnan ehf. stofnuð í því skyni að halda formlega utan um sjálfstæðan skólarekstur og samnefnda hugmyndafræði á leik- og grunnskólastigi.
Eigendur
Hjallastefnan er að langstærstum hluta í eigu stofnanda og höfundar Hjallastefnunnar, Margrétar Pálu Ólafsdóttur ásamt sex öðrum litlum hluthöfum. Hjallastefnan er rekin með það að markmiði að vera frumkvöðull á sviði skólastarfs og að vera val fyrir foreldra í landinu. Hjallastefnan er einkahlutafélag með skrifað í samþykktir sínar að ekki sé greiddur arður til hluthafa og er rekstrarafgangur alltaf nýttur í uppbyggingu og þróun á skólastarfi.
Bylting í stjórnun
Hjallastefnan hlaut árið 2019 Byltingarverðlaunin frá Viðskiptaráði og Manino en félagið þótti hafa skarað fram úr hvað varðar óhefðbundna starfshætti. Í öllu okkar starfi eru það Meginreglur hugmyndafræðinnar sem eru það leiðarljós að laða fram það besta í fólki, byggt á gildum og menningu sem hugmyndafræðin stendur fyrir.
Eigandi og stjórnarformaður Hjallastefnunnar starfar hjá félaginu og með henni starfa virkt stjórnarfólk. Í umboði hennar starfa tveir framkvæmdastjórar, annar stýrir stjórnun og rekstri og hinn ber ábyrgð á fræðslu og fagstarfi.
Alla tíð hefur eigandi og stofnandi Hjallastefnunnar lagt á það ríka áherslu að skólar Hjallastefnunnar starfi sjálfstætt og lúti stjórn síns skóla- eða leikskólastjóra sem hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á daglegum rekstri. Þannig markar hver skóli sér sína sérstöðu undir merkjum og menningu Hjallastefnunnar þar sem sama námskrá liggur til grundvallar í öllum þáttum fagstarfsins.
Hjallastefnan rekur miðlæga skrifstofu sem í daglegu tali nefnist Miðstöð. Miðstöð er virk og valdeflandi stoð við faglega og rekstrarlega þætti í skólastarfinu og þar starfar hópur sérhæfðs starfsfólks í náinni samvinnnu við skólastjórnendur.
Hjallastefnufjölskyldan
Alls starfrækir Hjallastefnan 15 leikskóla í 11 sveitarfélögum, sex á höfuðborgarsvæðinu, tvo í Reykjanesbæ, auk sex annrra leikskóla á Skagaströnd, Ísafirði, Akureyri, Borgarbyggð, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og sá nýjasti í fjölskyldunni er í Árborg. Hjallastefnan rekur þrjá grunnskóla í þremur sveitarfélögum, Barnaskólann í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Hjá Hjallastefnunni starfa um 650 manns og eru nemendur rúmlega 2000 talsins.
Stjórn Hjallastefnunnar
Margrét Pála Ólafsdóttir, [email protected]
Matthias Matthiasson, [email protected]
Margrét Theodórsdóttir, [email protected]
Svavar Halldórsson, [email protected]