Skilmálar Vefverslunar Hjallastefnunnar
Skilmálar Neytendalaga eiga við um viðskipti í Vefverslun Hjallastefnunnar.
Greiðslur
Tekið er á móti VISA, Mastercard og JCB. Greiðslur fara fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð.
Greiðsludreifing Síminn Pay
Greiðsludreifing er í gengum greiðsluforritið Síminn Pay sem er aðgengilegt öllum.
Til þess að geta greitt með Síminn Pay er lykilatriði að slá inn rétt símanúmer í viðeigandi reit svo að greiðslubeiðnin sendist á rétt símanúmer.
Til þess að dreifa greiðslu þarf að staðfesta heildar greiðsluna fyrst áður en möguleikinn um greiðsludreifingu birtist. Staðfesta þarf síðan dreifinguna eftir að hún hefur verið yfirfarin.
Öryggisstaðall
Netverslun Hjallastefnunnar er með PCI öryggisstaðall alþjóðlegu kortafyrirtækjanna Visa International og MasterCard International eða PCI DSS og stendur fyrir Payment Card Industry Data Security Standard. PCI öryggisstaðallinn er margþættur og setur mjög strangar öryggiskröfur sem ná yfir alla þætti og allar hliðar á gagnaöryggi í kerfisrekstri og rekstri fyrirtækja sem meðhöndla kortanúmer. Viðskiptavinur má því vera 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.
Afgreiðsla á vörum á höfuðborgasvæði og Reykjanesi
Pantanir eru afgreiddar vikulega á þriðjudögum og afhentar beint í fatahólf barns.
Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er en taka að hámarki fimm virka daga frá deginum sem pöntun er gerð.
Vefverslun Hjallastefnunnar afgreiðir allar pantanir beint til skóla barns.
Varan er afhent af fulltrúa skóla sem setur vöruna í fatahólf barnsins.
Afgreiðsla á vörum til skóla utan höfuðborgasvæðis
Pantanir til skóla utan höfuðborgasvæðisins eru sendar vikulega með pósti á þriðjudegi.
Varan er send á skóla barnsins sem setur pöntun fatahólf barnsins.
Vöruskil
Ef vöru er skilað skal hún vera upprunalegu ástandi.
Skilavara er ávallt endurgreidd til kaupanda.
Vöru sem skilað er, er ekki hægt að skipta í aðra vöru. Varan verður ávallt endurgreidd til kaupanda sem gerir nýja pöntun á þeirri vöru sem skipta á í – eða stærð.
Ferli við vöruskil
Pöntunarblað sem fylgir vörunni þegar hún var afgreidd skal fylgja skilavöru.
Vöru skal skilað til skólans.
Skólinn kemur vörunni til skila til vefverslunar Hjallastefnunnar.
Fylla verður út formið Endurgreiðsluupplýsingar eða skrifa eftirfarandi upplýsingar á pöntunarblaðið til að hægt sé að endurgreiða og láta fylgja skilavörunni.
Nafn greiðanda
Kennitala greiðanda
Banki – Höfuðbók – Bankareikningur
Einungis er hægt að endurgreiða til viðkomandi sem greiddi fyrir vöruna.
Allar vörur eru afgreiddar að lágmarki vikulega og getur tekið allt að 10 virka daga fyrir endurgreiðslu að berast.
Annað
Ef þig vantar svar við spurningu eða spurningum sem ekki er svarað á þessari síðu bendum við þér vinsamlegast að senda tölvupóst á [email protected]. Öllum fyrirspurnum er svarað innan fimm virkra daga.
Vefverslun Hjallastefnunnar
Kennitala 480609-1150
Vsknr 62673