Skip to content

Ný heimasíða Hjallastefnunnar

Kæru vinkonur og vinir
Við deilum með ykkur þeim góðu tíðindum að ný heimasíða Hjallastefnunnar lítur dagsins ljós í dag. Við hjá Hjallastefnunni höfum undanfarið unnið hörðum höndum að því að kjarna heimasíðuna, einfalda hana og setja fram efni á tæran og kjarnaðan hátt. Rétt eins og hugmyndafræði okkar kveður á um.

Mikið af nýju efni er þegar komið á síðuna og enn meira verður kynnt í náinni framtíð.

Heimasíðan er, og verður, lifandi gagn svo þið megið búast við stöðugri þróun og frekari efnissköpun. Eins erum við alltaf opin fyrir ábendingum, fyrirspurnum og ráðleggingum frá ykkur.

Það er von okkar að heimasíðan verði vettvangur fyrir foreldra, fjölskyldur og aðra aðstandendur barna, sem og starfsfólks, til þess að viða að sér fróðleik, lesa um stefnuna, um starfsemina og kynna sér fyrir hvað við stöndum, hvernig við störfum og hver sýn Hjallastefnunnar er í mennta- og uppeldismálum.

Það er okkur einnig gleðiefni að upplýsa ykkur um það að samhliða nýrri heimasíðu erum við að skipta um greiðslulausnir og héðan í frá fara allar greiðslur í gegnum Teya.

Vefsíða Hjallastefnunnar er www.hjallastefnan.is en hver og einn skóli verður að sjálfsögðu áfram með sína síðu.

Kærleikskveðjur og hlýja til ykkar allra