Í dag, 25. september, fagnar leikskólinn Hjalli við Hjallabraut í Hafnarfirði 35 ára afmæli
—
Hauststefna Hjallastefnunnar var haldin á dögunum þar sem samstarfsfólk innan Hjallastefnunnar kom saman, eða ríflega 600 einstaklingar úr 18 skólum Hjallastefnunnar og systurskóla komu saman til þess að eiga góða stund, fræðast, syngja og gleðjast.
Hauststefnan fór fram í Háskólabíó þar sem Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði starfsfólk og aðra viðstadda. Halla lagði á það mikla áherslu á kærleiksrík nálgun og orðfæri, eins og Hjallastefnan er þekkt fyrir, hafi sjaldan verið jafn mikilvæg og einmitt núna. Hún deildi því jafnframt með áheyrendum að börn hennar tvö hefðu notið góðs af því að vera Hjallastefnubörn. Hugrekki, kærleikur og jafnrétti voru áhersluþættir í ávarpi henna rog tengdi hún iðkun þessara þátta við Hjallastefnuna. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Pálsdóttir, ávarpaði samkomuna og ræddi meðal annars mikilvægi þess að Hjallastefnan yrði rannsökuð frekar sem menntastefna þar sem starfið hefði gefið góða raun og gaf fyrirheit um markvissara samstarf á milli Menntavísindasviðs og Hjallastefnunnar.
Konan á bak við hugmyndafræðina, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar átti svo dásamlega stund með samstarfsfólki sínu þar sem hún, ásamt Bóasi Hallgrímssyni, ræddi tilurð Hjallastefnunnar, upp úr hvaða jarðvegi hún spratt og köfuðu þau Bóas í kjarna hugmyndafræðinnar, meginreglur stefnunnar, hugtök, mikilvægi þess að jafnrétti, lýðræði og sköpun sé alltaf í forgrunni í öllu starfi og að hverju einasta barni sé mætt að morgni hvers dags af kærleika og hlýju.
Friðrik Dór var með framlag fyrir hönd foreldra, reifaði reynslu sinnar fjölskyldu af skólastarfi og leiddi fjöldasöng. Það er fátt sem er jafn dýrmætt fyrir okkur, sem störfum með börnum, en að heyra milliliðalaust frá foreldrum hvaða áhrif störf okkar hafa, hversvegna okkur er treyst fyrir sjáaldri augna foreldra – nefnilega börnunum.
Margt hefur breyst á þeim 35 árum sem liðin eru síðan að Hjallastefnan leit dagsins ljós í þéttum starfshópi fagkvenna í barnastarfi á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. Í dag er Hjallastefnan í samstarfi við 11 sveitarfélög, skólarnir eru orðnir 18, að systurskólanum Gimli ótöldum, leikskólarnir eru 15 og barnaskólarnir þrír, á degi hverjum er Hjallastefnunni treyst fyrir ríflega 2000 börnum og starfsfólk um 600.
Þó margt hafi breyst í íslensku samfélagi og tíðaranda þá er merkilegt og magnað hvað stefnan hefur haldist tær og skýr – að mæta hverju barni, bæta líf fjölskyldna og auðga dag hvern og einblína á jafnrétti, lýðræði og sköpun,