Hjallastefnu leikskólinn Hraunborg á Bifröst leitar að öflugum leikskólakennara eða leiðbeinanda til starfa í 100% stöðu. Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru til í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.